Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir (Uppskrift frá Barefoot Contessa/Ljúfmeti og lekkerheit)

Uppskrift:

  • 2,5 dl hveiti
  • 1,5 dl sykur
  • 1 tsk Kötlu lyftiduft
  • ½ tsk kanill
  • ¼ tsk múskat
  • ¼ tsk salt
  • 1 stórt egg
  • 1 dl súrmjólk
  • 2 msk smjör, brætt
  • 1 tsk Kötlu vanilludropar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og spreyið kleinuhringjabökunarform með olíu.

Sigtið hveiti, sykur, lyftiduft, kanil, múskat og salt saman í skál.

Hrærið saman í annarri skál; egg, súrmjólk, brætt smjör, vanilludropa. Hellið blöndunni saman við þurrefnin og hrærið saman í deig. Gætið þess að hræra deigið ekki of mikið heldur bara hræra þar til það er slétt og laust við kekki.

Setjið deigið í plastpoka og klippið smá af öðru horninu. Sprautið deiginu í kleinuhringjamótið og fyllið það að þremur fjórðu með deigi. Bakið í 15-17 mínútur – athugið hvort kleinuhringirnir eru fullbakaðir með því að stinga í þá með bökunarprjóni (eða hníf). Ef bökunarprjónninn kemur hreinn upp eru kleinuhringirnir tilbúnir. Látið kleinuhringina kólna í forminu í 5 mínútur áður en þeim er hvolft úr.

Kanilsykurhúðun:

  • 4 msk smjör, brætt
  • 1 dl Kötlu sykur
  • 1 tsk kanill

Aðferð: Hrærið saman sykri og kanil. Bræðið smjörið. Penslið heita kleinuhringina með bræddu smjöri og veltið þeim síðan upp úr kanilsykrinum. Berið kleinuhringina heita fram. Gott að bera fram með vanilluís.