Uppskriftir

Sörur

2019.11.13.
by Katla

Botn

4 egg (eggjahvítur)
230 g heslihnetur (eða möndlur)
230 g flórsykur frá Kötlu

Aðferð

1. Hitið ofninn í 180°C. Hakkið heslihneturnar eða möndlurnar í matvinnsluvél.
2. Stífþeytið eggjahvíturnar þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess aðhvíturnar renni úr.
3. Blandið hnetunum og flórsykrinum varlega saman viðeggjahvíturnar með sleikju. Mótið kökurnar með teskeið og setjið á pappírklæddaofnplötu.
4. Bakið í 10 – 12 mínútur.

Krem

4 egg (eggjarauður)
1dl vatn
130g sykur
250g smjör, við stofuhita
2– 3 msk Kötlu kakó
½tsk vanillusykur frá Kötlu
1msk sterkt uppáhellt kaffi

Aðferð

1. Þeytið eggjarauðurnar.
2. Hitið vatn og sykur þar til það hitnar og verður aðsírópi.
3. Hellið sírópinu saman við eggjarauðurnar i mjórri bunu og haldið áfram að þeyta.
4. Skerið smjörið íteninga og bætið út í.
5. Næsta skref er að bæta kakó, vanillu og kaffi út íkremið.
6. Þeytið í svolitla stund eða þar til kremið verður silkimjúkt. Það erágætt að smakka sig til á þessu stigi.
7. Kælið kremið áður en þið setjið það ákökurnar. Gott er að sprauta kreminu á kökurnar með sprautupoka eða notateskeiðar til þess að smyrja kreminu á þær. Það er algjört smekksatriði hversumikið af kremi fer á kökurnar.
8. Kælið kökurnar mjög vel, helst í frysti áður enkökurnar eru hjúpaðar.

Hjúpur

300 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði

Aðferð

1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
2. Dýfið kremhlutanum á sörunum ofan í súkkulaðið.

Gott er að geyma kökurnar í frysti, takið þær út með smá fyrirvara áður en þið berið þær fram.