Fréttir

Rannveig Tryggvadóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Pipar/Media, tekur við sem framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins.

Rannveig Tryggvadóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Kötlu, en hún hefur áralanga reynslu í markaðs- og auglýsingageiranum og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri PIPAR/Media.

Rannveig er með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MS gráðu í Alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá sama skóla. Hún bætist nú í hóp fárra kvenna í stjórnunarstöðum í matvælageiranum.

Katla er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1954 og hefur verið í sömu eigu frá 1986. Rannveig mun vinna við hlið föður síns, Tryggva Magnússonar, sem hefur verið aðaleigandi frá árinu 1986, en hann mun halda áfram störfum sem forstjóri félagsins. Starfsmenn eru 25 talsins og er fyrirtækið til húsa á Kletthálsi.

„Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að taka við fjölskyldufyrirtækinu og er full tilhlökkunar að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem mín bíða og leiða þann góða hóp sem starfar hjá fyrirtækinu,” segir Rannveig.

Hún telur jafnframt gríðarleg tækifæri vera í matvælaiðnaði í dag, ekki síst í aukinni sjálfbærni og umhverfismálum. Nútíma neytandinn sé kröfuharðari á gæði, uppruna og umhverfisáhrif en fyrri kynslóðir og vilji láta til sín taka í þeim málum.

 

https://www.vb.is/frettir/tekur-vid-framkvaemdastjorn-kotlu/154864/


Saltið frá Kötlu gott til að eyða kerfli

Sigurbjörn Hjaltason að Kiðafelli í Mosfellsbæ hefur verið að glíma við ágang kerfils í tíu ár. Hann hefur reynt nánst hvað sem er til að halda honum niðri síðastliðin 10 ár og það var ekki fyrr en hann kom til okkar í Kötlu á síðasta ári sem eitthvað fór að ganga. Saltið hefur virkað vel á að ná tökum á kerflinum.

Lesa má nánar um fréttina í Bændablaðinu hér