Neytendavara

Á síðustu árum hafa neysluvenjur Íslendinga þróast í átt til einfaldari rétta og fljótlegri matreiðsluaðferða. Katla fylgist vel með þessari þróun og eykur sífellt úrval af framleiðsluvörum sínum. Til að uppfylla breyttar kröfur neytanda hafa á síðustu misserum komið nýjar Kötlu vörur á markaðinn, sem fengið hafa góðar viðtökur. Sem dæmi um slíkar vörur má nefna Hrista og baka Vöfflumix og pönnukökumix, Súkkulaðikökumix , Smákökudeig og Baunasúpugrunn.

Katla hefur alla tíð lagt mikið upp úr gæðum sem Íslendingar þekkja. Neytendavörur Kötlu eru til sölu í flestum matvöruverslunum landsins. Neytendavörusvið fyrirtækisins þjónustar viðskiptavini þess með reglubundnum heimsóknum og tryggir þannig að vörur fyrirtækisins séu ætíð til staðar fyrir neytendur. BRC vottun Kötlu tryggir öguð og vönduð vinnubrögð og fullkominn rekjanleika á öllum vörum fyrirtækisins.  Jafnframt tryggir sú vottun að eingöngu eru notuð hráefni af hæstu gæðum í alla framleiðslu og sölu.

Selma Hreiðarsdóttir Sala/neytendur

+354 510 4425
verslun@katla.is

Hafa samband
Helgi Tómas Gunnarsson Sala/neytendur

+354 510 4430
neytendur@katla.is

Hafa samband