Heitt Kakó

Heitt kakó að hætti Kötlu.

Aðferð:

  • 2 dl vatn
  • 45 gr Kötlu flórsykur
  • 2½ msk Eðalkakó frá Kötlu
  • ¼ tsk Kötlu borðsalt
  • ½ lítri mjólk
  • ⅛ lítri rjómi

Hitið vatnið að suðu með kakói, flórsykri, salti og bætið síðan mjólkinni og rjómanum við. Toppið svo með þeyttum rjóma og njótið!