Kjötvinnslur

Katla vinnur náið með kjötvinnslum landsins. Katla leggur mikla áherslu á faglega og persónulega þjónustu.

Starfsfólk fyrirtækisins býr yfir góðri sérhæfðri þekkingu og hefur yfir mikilli tæknikunnáttu að ráða. Katla vinnur mjög náið með birgjum sínum sem flestir eru alþjóðleg fyrirtæki í fremstu röð á sínu sviði. Sú nána samvinna tryggir Kötlu aðgang að mörgum fremstu sérfræðingum heims og þeim tæknilausnum sem þeir notast við.

Katla leggur áherslu á að bjóða heildarlausn fyrir hvern og einn viðskiptavin í samstarfi við birgja fyrirtækisins. BRC vottun Kötlu tryggir öguð og vönduð vinnubrögð og fullkominn rekjanleika á öllum vörum fyrirtækisins. Jafnframt tryggir sú vottun að eingöngu eru notuð hráefni í hæsta gæðaflokki við alla framleiðslu og sölu.