Um okkur

Katla er fjölskyldufyrirtæki stofnað árið 1954. Allt frá stofnun höfum við lagt áherslu á gæðavörur fyrir neytendur, en fyrirtækið sérhæfir sig einnig í framleiðslu og þróun lausna fyrir bakarí, kjötiðnað og fiskiðnað. Starfsfólk okkar er hjarta fyrirtækisins sem veitir viðskiptavinum okkur persónulega og góða þjónustu með fókus á að byggja upp traust langtímasambönd.

Kerfisbundin gæðastjórnun er nauðsynlegur þáttur í starfsemi okkar, enda skipta gæðin mestu máli fyrir matvælaframleiðslu. Gæðakerfi tryggir gæði starfseminnar og sýnir samfélagslega ábyrgð. Þannig framleiðum við vörur sem uppfylla væntingar og mæta kröfum viðskiptavina.

BRC

Katla er með vottun frá alþjóðlega gæðavottunarkerfinu BRC. Gæðavottunin er mikilvæg fyrir fyrirtækið þar sem stærstu verslunarkeðjur heims og erlendar fiskvinnslur gera yfirleitt þá kröfu til sinna birgja að þeir séu vottaðir samkvæmt BRC staðlinum (BRC Global Standard for Food Safety).

Vöruafgreiðsla

Vöruafgreiðsla Kötlu er staðsett vestan megin við húsið og er opin frá kl. 8:00-15:45 alla virka daga nema föstudaga til kl. 12:00. Pantanir verða að berast fyrir kl. 11 daginn fyrir afhendingardag og lágmarkspöntun er 30.000 kr.