4 eggjarauður | |
3/4 b sykur | |
1 b gyllt rasp (Katla) | |
1/2 b kókosmjöl | |
2 msk brætt smjör | |
2 stk lyftiduft | |
1 tsk vanilludropar | |
1/2 salt | |
3 msk kalt vatn | |
4 eggjahvítur | |
2 msk sulta |
1 ds mascarpone | |
1 dl sítrónusmjör (Lemon curd) |
börkur af einu lime | |
1 msk gróft saxaðar möndlur | |
2 msk síróp | |
smá salt |
Leiðbeiningar:
Botnar: Þeytið vel saman eggjarauður og sykur blandið vatni saman við. Setjið rasp, kókosmjöl, lyftiduft, vanilludropa, salt og smjör saman við og hrærið áfram um stund. Stýfþeytið eggjahvítur og blandið þeim varlega saman við.
Setjið í tvö 20 cm smurð form. Bakið í ca 15-20 mín við 200 gr (eða þangað til botnarnir eru gylltir af ofan). Látið botnana kólna.
Krem: Þeytið vel mascarpone svo hann verði kekkjalaus, bætið saman við sítrónusmjöri og þeytið áfram.
Setjið annan botninn á tertudisk. Dreifið sultunni yfir og loks kreminu. Látið hinn botninn ofan á.
Setjið síróp og salt í pott og hitið, látið börk og möndlur saman við og veltið í sírópinu í nokkrar mínútur. Dreifið loks yfir tertuna.