Sjávarútvegur

Íslendingar þykja standa framarlega þegar kemur að tæknikunnáttu í sjávarútvegi. Katla hefur um árabil tekið virkan þátt í þróun efnafræðilegra lausna til að auka gæði sjávarafurða. Með lausnum Kötlu má bæta lit, bragð og bit vörunnar og einnig minnka rýrnun í vinnslu, frystingu og við afþýðingu.

Þjónusta Kötlu felst m.a. í ráðgjöf þar sem sérfræðingar fyrirtækisins mæta á vettvang og framkvæma próf samkvæmt háþróuðum gæðakröfum. Þeir skila síðan skýrslu með ítarlegri þarfagreiningu sem inniheldur tillögur um skynsamlegar leiðir til bættrar vinnslu afurðanna. BRC vottun Kötlu tryggir öguð og vönduð vinnubrögð og fullkominn rekjanleika á öllum vörum fyrirtækisins. Jafnframt tryggir sú vottun að eingöngu eru notuð hráefni í hæsta gæðaflokki við alla framleiðslu og sölu.

Katla er birgir fyrir ýmis hjálparefni sem notuð eru í fiskiðnaði. Hjálparefnin þjóna þeim tilgangi að binda betur náttúrulegan vökva í fiskafurðum og hjálpa til við að endurheimta vökva, sem tapast frá veiðum til verkunnar. Bindiefnin bæta útlit og gæði vörunnar og gera hana seljanlegri. Sérframleiddum blöndum eru pakkað í einingar sem mæta þörfum hvers viðskiptavinar.

Aðferðafræði okkar miðast við að hver viðskiptavinur þurfi sérsniðnar lausnir. Hjá fyrirtækinu starfa matvælafræðingar, sjávarútvegsfræðingar og fiskiðnaðarmenn sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu auk þess sem þeir hafa aðgang að fjölmörgum erlendum fagaðilum með mikla sérþekkingu á þessu sviði. Slagorð Kötlu er „Only Quality Sells“ og út frá því er unnið.

 

Frekari upplýsingar veita:

Sigmar Rafnsson Key Account Manager fiskur@katla.is

Ásta Kjartansdóttir spordur@katla.is

Sigmar Rafnsson Sala/fiskur

fiskur@katla.is
fiskur@katla.is

Send email