
Heitt kakó að hætti Kötlu.
Aðferð:
- 2 dl vatn
- 45 gr Kötlu flórsykur
- 2½ msk Eðalkakó frá Kötlu
- ¼ tsk Kötlu borðsalt
- ½ lítri mjólk
- ⅛ lítri rjómi
Hitið vatnið að suðu með kakói, flórsykri, salti og bætið síðan mjólkinni og rjómanum við. Toppið svo með þeyttum rjóma og njótið!