150 gr smjör eða smjörlíki | |
5 dl mjólk | |
50 gr (1 pakki) ger | |
1 dl sykur | |
1/2 tsk salt | |
2 tsk kardimommur | |
850 gr hveiti |
1. | Bræðið smjörið í potti. |
2. | Bætið mjólkinni í pottinn og hitið upp í 37°. |
3. | Setjið gerið í skál og hellið vökvanum yfir. Leyfið gerinu aðeins að taka sig í nokkrar mínútur. |
4. | Bætið sykri, salti, kardimommu og hveiti (ekki byrja á öllu hveitinu heldur bætið frekar við seinna) út í og hnoðið deigið vel í ca 5 mínútur með hnoðara á hrærivél eða í ca 10 mínútur í höndunum. |
5. | Breiðið viskastykki yfir skálina og látið deigið hefast á hlýjum stað í ca 30 mínútur. |
6. | Hnoðið degið á mjöluðu borði og skiptið því niður í 4 hluta. |
7. | Fletjið hvern hluta út í aflanga köku (þannig að deigið verði í laginu eins og skúffukaka). |
8. | Hrærið saman fyllingunni (ég geri oftast tvöfalda uppskrift af fyllingunni) og breiðið yfir deigið. |
9. | Snúið deiginu upp í rúllu og skerið í sneiðar (hver rúlla í ca 10 sneiðar). |
10. | Leggið hverja sneið í möffinsform og látið hefast undir viskastykki í 40 mínútur. |
11. | Penslið snúðana með upphrærðu eggi og stráið perlusykri yfir þá. |
12. | Bakið í miðjum ofni við 225 gráður í 5-8 mínútur. |
100 gr smjör eða smjörlíki við stofuhita | |
1 dl sykur | |
2 msk kanill frá Kötlu |
2 msk mjúkt smjör | |
85 g mjúkur rjómaostur | |
½ bolli flórsykur frá Kötlu | |
⅛ teskeið Kötlu vanilludropar | |
1-2 matskeiðar mjólk |
Þetta er stór uppskrift, um 40 snúðar, og er gott að taka frá hluta og setja í frysti um leið og þeir koma úr ofninum svo þeir geymist sem best og þorni ekki.
Snúðarnir eru bestir nýbakaðir og geymast ekki vel nema í frysti og mælum við einstaklega vel með að prófa vanillukremið á snúðana!