Uppskriftir

Amerískar Súkkulaðibitakökur

2019.07.12.
by Katla
Súkkulaðibitakökur

Innihaldsefni

1 dl. púðursykur frá Kötlu
100 gr. smjör við stofuhita
1 dl. sykur
1 egg
½ tsk vanilludropar frá Kötlu
3,5 dl hveiti
½ tsk matarsódi frá Kötlu
½ tsk salt
70 gr. gróft brytjað súkkulaði

Aðferð

1. Setjið púðursykur, smjör og sykur í skál og hrærið þar til blandan verður létt og loftmikil.
2. Þá skal bæta egginu við og hræra saman.
3. Því næst bætið við vanilludropum við.
4. Blandið saman hveiti, matarsóda og salti og blandið því saman við deigið, hrærið eins lítið og þið komist upp með. Hættið að hræra um leið og allt hveitið hefur blandast saman við.
5. Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við deigið með sleif eða sleikju.
6. Setjið deigið inn í ísskáp og kælið í 30 mínútur.
7. Kveikið á ofninum og stillið á 170°C og undir + yfir hita.
8. Útbúið kúlur úr deiginu, 1 kúfuð msk af deigi er ein kaka, raðið þeim á ofnplötu með góðu millibili og bakið í 8-10 mín.