Uppskriftir

Banana Kaka

2019.07.11.
by Katla
Kaka

Hráefni

125 g smjör við stofuhita
175 g púðursykur, dökkur
2 stk egg
3 stk bananar (gott að hafa þá brúna)
100 g dökkt súkkulaði
250 g hveiti
½ tsk sjávarsalt
2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill (kúfuð teskeið)

Leiðbeiningar

1. Hrærið smjöri og sykri saman þangað til það hefur blandast vel saman.
2. Setjið eitt egg í einu og hrærið á milli. Stappið bananana og bætið þeim saman við, hrærið.
3. Blandið saman þurrefnunum og hrærið vel. Því næst setjið þið súkkulaðið saman við, grófsaxað. Smyrjið 1 lítra brauðform eða setjið bökunarpappír ofan í og hellið deiginu í.
4. Bakið í u.þ.b. 1 klst. við 175 gráður.