Uppskriftir

Bláberjamúffur

2020.03.06.
by Katla

Bláberjamúffur

2 bollar hveiti
1/2 bolli smjör
1 bolli sykur
2 stór egg
1 tsk Kötlu vanilludropar
2 tsk Kötlu matarsódi
1/4 tsk salt
1/2 bolli mjólk
2 og 1/2 bolli bláber frosin eða fersk

Bláberjamúffur

1. Hita ofninn í 190 gráður
2. Smjör og sykur hrærð saman þar til ljóst og létt
3. Eggjum er svo bætt út í smjörblönduna, einu í einu og hrært varlega
4. Vanilludropar, matarsódi og salti bætt við og hrært saman við
5. Hveitinu er síðan hrært varlega út í
6. Mjólkinni að lokum bætt við, byrja á að setja helminginn og hræra vel saman, síðan restina
7. Að lokum er bláberjum bætt varlega út í með sleikju
8. Deigið er sett í möffinsform, örlitlum sykri stráð yfir hverja og eina
9. Látið bakast í 15-20 mín eða þar til orðnar gullinbrúnar á litinn
10. Verði ykkur að góðu!