1 Kötlu súkkulaðikökumix en þar þarf aðeins að bæta við vatni, olíu og eggjum.
Hægt er að nota hvernig krem sem er eða notast við tilbúið krem úr dós, einnig er hægt að nota þykkar sósur, sultu o.þ.h til að bleyta upp í kökunni.
Hér er gott að byrja að blanda saman með sleif og síðan hnoða létt með höndunum, gott að hafa einnota hanska því þá klístrast blandan síður við lófana. Hér er mikilvægt að setja hvorki of mikið né of lítið af kremi. Þumalputtareglan er sú að nota um 700gr af köku og 60gr af kremi. Sumar kökur eru þurrar, aðrar blautar svo best er að setja kremið varlega útí því alltaf er hægt að bæta við en erfiðara er að bjarga málunum ef of mikið krem er komið í blönduna.
Prófið að taka hluta af blöndunni og rúlla í lófunum. Kúlurnar ættu að vera nokkuð mjúkar en þó halda lögun. Best er að finna skeið því þannig verða kúlurnar allar svipaðar af stærð (gott að miða við rétt rúmlega matskeið/tbsp).Ef kúlan vill losna í sundur vantar aðeins meira krem, ef kúlan er mjög lin og tapar auðveldlega lögun gætuð þið hafa sett of mikið krem. Þessu er bjargað með því að bæta við kremi eða köku eftir þörfum.
Mælum með að dýfa svo í súkkulaði og skreyta með fallegu kökuskrauti