Uppskriftir

Vöfflnachos með tættum kjúklingi, mozarella og jalapeno

2019.07.11.
by Katla
Waffle

Uppskrift:

1 flaska vöffludeig frá Kötlu
4 dl vatn
3 msk olía
2 msk smjör
Tættur kjúklingur
Jalapeno í sneiðum
1 askja kriskjuberkjatómatar, skornir í fernt
1/2 rauðlaukur, saxaður
1/2 búnt vorlaukur, saxaður
guacamole
ferskt kóríander, saxað
sýrður rjómi
chili mayo

Leiðbeiningar

1. Vöfflur: Setjið vatn, olíu og brætt smjör í vöfflublönduna og hristið vel. Látið flöskuna snúa á hvolf í nokkrar mínútur og hristið aftur vel þar til deigið er orðið kekkjalaust.
2. Steikið vöfflurnar í vöfflujárni og látið í lokin á steikingartímanum rifinn ost og jalapenosneiðar yfir. Látið ostinn bráðna. ( ekki loka vöfflujárninu) og látið vöffluna á disk og gerið þá næstu.
3. Þegar deigið hefur klárast, stráið kjúklingi yfir vöfflurnar, þá tómötum og lauk, vorlauk og söxuðu kóríander.
4. Endið á að setja sósur að eigin vali eins og sýrðan rjóma, guacamole og chili mayo yfir allt.