Uppskriftir

Confetti Partý vöfflur

Uppskriftir

1-2 msk rjómi
kökuskraut
þeyttur rjómi
ferskir ávextir

Leiðbeiningar
1. Útbúið vöfflurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
2. Hitið vöfflujárn á hæsta styrk og bræðið smjör þar á.
3. Látið 1-2 msk af vöffludeigi þar á og hitið þar til vafflan er orðin vel stökk. Endurtakið og bætið reglulega við smjöri.
4. Hitið súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt 1-2 msk af rjóma.
5. Dýfið vöfflunum í súkkulaðið eða setjið það yfir með skeið og stráið strax skrauti yfir.
6. Setjið þeyttan rjóma yfir vöfflurnar og jafnvel fersk ber.

 

 

Súkkulaði Trufflur

Uppskrift gefur ca. 50 stk:

Brjótið 300 gr. dökkt súkkulaði (70% eða suðusúkkulaði) í litla bita og setjið í skál.

Hitið saman að suðu: 

50 gr. smjör

300 ml. rjóma 

og hellið yfir súkkulaðið. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Fyrir sætari trufflur bætið við smá Kötlu púðursykri. Eins má nota Kötlu dropana eftir því hvaða bragði er leitast eftir (vanillu, romm, sítrónu, appelsínu, piparmyntu, möndlu)

Setjið í kæli í a.m.k. klukkutíma. Gerið litlar kúlur úr deiginu og veltið upp úr Kötlu Eðalkakói. Trufflurnar má síðan skreyta með því sem ykkur þykir gott og fallegt (hnetur, þurrkuð ber ofl.) Geymið í kæli og látið svo standa á borði í 30-60 mínútur áður en borið er fram.

 

Raspterta með sítrónukremi

Uppskrift

4 eggjarauður

3/4 b sykur

1 b gyllt rasp (Katla)

1/2 b kókosmjöl

2 msk brætt smjör

2 stk lyftiduft

1 tsk vanilludropar

1/2 salt

3 msk kalt vatn

4 eggjahvítur

2 msk sulta

Krem:

1 ds mascarpone

1 dl sítrónusmjör (Lemon curd)

Ofan á:

börkur af einu lime

1 msk gróft saxaðar möndlur

2 msk síróp

smá salt

 

Leiðbeiningar:

Botnar: Þeytið vel saman eggjarauður og sykur blandið vatni saman við.  Setjið rasp, kókosmjöl, lyftiduft, vanilludropa, salt og smjör saman við og hrærið áfram um stund. Stýfþeytið eggjahvítur og blandið þeim varlega saman við.

Setjið í tvö 20 cm smurð form. Bakið í ca 15-20 mín við 200 gr (eða þangað til botnarnir eru gylltir af ofan). Látið botnana kólna.

Krem: Þeytið vel mascarpone svo hann verði kekkjalaus, bætið saman við sítrónusmjöri og þeytið áfram.

Setjið annan botninn á tertudisk. Dreifið sultunni yfir og loks kreminu. Látið hinn botninn ofan á.

Setjið síróp og salt í pott og hitið, látið börk og möndlur saman við og veltið í sírópinu í nokkrar mínútur. Dreifið loks yfir tertuna.

 

 

Vöfflnachos með tættum kjúklingi, mozarella og jalapeno. 

 

Kanilsykurhúðaðir kleinuhringir (Uppskrift frá Barefoot Contessa/Ljúfmeti og lekkerheit)

Uppskrift:

 • 2,5 dl hveiti
 • 1,5 dl sykur
 • 1 tsk Kötlu lyftiduft
 • ½ tsk kanill
 • ¼ tsk múskat
 • ¼ tsk salt
 • 1 stórt egg
 • 1 dl súrmjólk
 • 2 msk smjör, brætt
 • 1 tsk Kötlu vanilludropar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og spreyið kleinuhringjabökunarform með olíu.

Sigtið hveiti, sykur, lyftiduft, kanil, múskat og salt saman í skál.

Hrærið saman í annarri skál; egg, súrmjólk, brætt smjör, vanilludropa. Hellið blöndunni saman við þurrefnin og hrærið saman í deig. Gætið þess að hræra deigið ekki of mikið heldur bara hræra þar til það er slétt og laust við kekki.

Setjið deigið í plastpoka og klippið smá af öðru horninu. Sprautið deiginu í kleinuhringjamótið og fyllið það að þremur fjórðu með deigi. Bakið í 15-17 mínútur – athugið hvort kleinuhringirnir eru fullbakaðir með því að stinga í þá með bökunarprjóni (eða hníf). Ef bökunarprjónninn kemur hreinn upp eru kleinuhringirnir tilbúnir. Látið kleinuhringina kólna í forminu í 5 mínútur áður en þeim er hvolft úr.

Kanilsykurhúðun:

 • 4 msk smjör, brætt
 • 1 dl Kötlu sykur
 • 1 tsk kanill

Aðferð: Hrærið saman sykri og kanil. Bræðið smjörið. Penslið heita kleinuhringina með bræddu smjöri og veltið þeim síðan upp úr kanilsykrinum. Berið kleinuhringina heita fram. Gott að bera fram með vanilluís.

Ferskur og gómsætur Smoothie

Við hjá Kötlu mælum með að fríska upp á smoothie-inn með örfáum vanilludropum Kötlu.

Mmm… þú verður ekki fyrir vonbrigðum!

 • ½ banani
 • 1 dl frosin bláber
 • 1 dl frosin jarðarber
 • 2 msk grísk jógúrt
 • ½ tsk vanilludropar
 • Vatn

Setjið öll hráefnin í blandara og blandið öllu í gómsætan og ferskan smoothie.

Kötlu súkkulaði trufflur

Súkkulaðitrufflur eru einföld og gómsæt viðbót í veisluna og mælum við hjá Kötlu hiklaust með þessari uppskrift.

Aðferð:

 1. Brjótið 300 gr. dökkt súkkulaði (70% eða suðusúkkulaði) í litla bita og setjið í skál.
 2. Hitið saman 50g af smjöri og 300 ml af rjóma að suðu og hellið yfir súkkulaðið.
 3. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Fyrir sætari trufflur bætið við smá Kötlu púðursykri. Eins má nota Kötlu dropana eftir því hvaða bragði er leitast eftir (vanillu, romm, sítrónu, appelsínu, piparmyntu, möndlu)
 4. Setjið í kæli í að minnsta kosti klukkutíma. Gerið litlar kúlur úr deiginu og veltið upp úr Kötlu Eðalkakói. Trufflurnar má síðan skreyta með því sem ykkur þykir gott og fallegt (hnetur, þurrkuð ber ofl.)
 5. Geymið í kæli og látið svo standa á borði í 30-60 mínútur áður en borið er fram.

Súkkulaðikaka

Kötlu súkkulaðikakan klikkar aldrei!

(Það má nota olíu í stað smjörs og vatn í staðin fyrir mjólk.)

Innihaldslýsing:

 • 275 ml köld mjólk
 • 80 g. brætt smjör
 • 1 pakki kökumix frá Kötlu
 • 3 egg

Aðferð:

 1. Hellið mjólk (vatni) og smjöri í skál
 2. Setjið Kötlu kökumixið í skálina ásamt eggjum
 3. Hrærið á meðalhraða í 2 mínútur
 4. Hellið blöndunni í smurt form og látið í 180°c heitan ofn í 20 mínútur.
 5. Kælið kökuna í forminu í 10-20 mínútur
 6. Glassúr: Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið rjómanum saman við, smátt og smátt. Kælið lítillega og setjið á kökuna
 7. Hellið yfir kökuna og skreytið.

Heitt Kakó

Heitt kakó að hætti Kötlu.

Aðferð:

 • 2 dl vatn
 • 45 gr Kötlu flórsykur
 • 2½ msk Eðalkakó frá Kötlu
 • ¼ tsk Kötlu borðsalt
 • ½ lítri mjólk
 • ⅛ lítri rjómi

Hitið vatnið að suðu með kakói, flórsykri, salti og bætið síðan mjólkinni og rjómanum við. Toppið svo með þeyttum rjóma og njótið!

Banana Cake

Aðferð:

Hrærið smjöri og sykri saman þangað til það hefur blandast vel saman. Setjið eitt egg í einu og hrærið á milli. Stappið bananana og bætið þeim saman við, hrærið. Blandið saman þurrefnunum og hrærið vel. Því næst setjið þið súkkulaðið saman við, grófsaxað. Smyrjið 1 lítra brauðform eða setjið bökunarpappír ofan í og hellið deiginu í. Bakið í u.þ.b. 1 klst. við 175 gráður.

Innihald

 • 125 g smjör við stofuhita
 • 175 g púðursykur, dökkur
 • 2 stk egg
 • 3 stk bananar (gott að hafa þá brúna)
 • 100 g dökkt súkkulaði
 • 250 g hveiti
 • ½ tsk sjávarsalt
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk kanill (kúfuð teskeið)