Uppskriftin miðast við einn 20 cm botn. Margfaldið uppskriftina eftir því hversu marga botna þið viljið nota.
3 ½ dl hveiti | |
115 g smjör | |
2 ¼ dl sykur | |
2 stór egg | |
1 ½ tsk lyftiduft frá Kötlu | |
¼ tsk salt frá Kötlu | |
½ tsk Kötlu vanilludropar | |
1 ¼ dl nýmjólk | |
Nammi (t.d. smarties, skittles, m&m) |
1. | Kveikið á ofninum og stillið á 200°C. |
2. | Hrærið saman smjör og sykur og bætið svo eggjum við og hrærið vel. |
3. | Næst er blandað saman hveiti, lyftiduftinu og salti í aðra skál. Blandið þeirri blöndu síðan saman við eggjablönduna á víxl við mjólk og vanilludropa. |
4. | Smyrjið kökuformið vel og hellið deiginu í formið og bakið í 30-35 mínútur, eða þar til kakan er orðin bökuð í gegn. |
5. | Kælið kökuna. |
6. | Til þess að fylla kökuna af nammi, þá er skorið smá úr kökubotninum fyrir miðju (gerð eins og grunn skál við botninn) og „skálin“ fyllt af namminu. |
7. | Að lokum er kreminu smurt á milli botna og utan á kökuna. Gott er að skera efst af botninum til þess að kakan sé slétt. |
250 g smjör við stofuhita | |
500 g flórsykur frá Kötlu | |
4 tsk. Kötlu vanilludropar | |
2 msk. mjólk (2-4 msk.) |
1. | Hrærið smjörið í hrærivél þangað til það er orðið mjúkt og létt. |
2. | Bætið við flórsykri smátt og smátt við og hrærið vel saman. |
3. | Bætið vanilludropunum frá Kötlu og mjólk saman við. |
4. | Ef ykkur finnst kremið of þykkt bætið þið við mjólk og ef ykkur finnst það of þunnt bætið þá við flórsykri. Því lengur sem hrært er því betra og sléttara verður kremið. Kremið verður hvítara eftir því sem þú hrærir það lengur. |
5. | Að lokum er hægt að bæta við matarlit til þess að lita kökuna í öllum regnbogans litum. |