Uppskriftir

Kötlu kardimommusnúðar

2019.08.26.
by Katla

Deig

80g smjör, brætt og látið standa og kólna í smástund
13g / 2 1/2 tsk þurrkað ger
250ml / 1 bolli mjólk (volg)
40g / 3 msk sykur
400-500g / 3-3 1/2 bolli hveiti
2 tsk Kötlu kardimommudropar
1 tsk Kötlu sjávarsalt
1 egg, létthrært

Fylling

80g smjör við stofuhita
1 tsk hveiti
1 msk kanill frá Kötlu
1/2 tsk vanillusykur frá Kötlu (eða 1 tsk Kötlu vanilludropar)
80g / 1/4 bolli sykur
1 egg, létthrært (til að pensla snúða í lokin)

Aðferð

1. Setjið volga mjólk í stóra hræriskál og hrærið léttilega með gaffli þurrkað gerið. Látið standa við stofuhita í sirka 15 mín þar til fer að freyða í skálinni.
2. Bætið bræddu og kólnuðu smjörinu við í skálina og hrærið með króknum í hrærivélinni í sirka mínútu.
3. Bætið við sykrinum á meðan krókurinn heldur áfram að vinna.
4. Bætið helmingnum af hveitinu (sirka 300g) salti og kardimommudropum Kötlu.
5. Bætið í skömmtum rest af hveitinu og látið krókinn vinna í sirka 5 mínútur. Notið sleif til að skafa hliðar skálarinnar ef þarf.
6. Hyljið skálina með plastfilmu eða viskustykki og látið standa í sirka 30 mín eða þar til deigið hefur tvöfaldar stærð sína.
7. Á meðan deigið rís hrærið í fyllinguna, öllu saman.
8. Stráið hveiti á borð og leggjið deigið á, hnoðið það 2-3 sinnum og rúllið það síðan út í langan ferhyrning.
9. Með sleif eða skeið setjið fyllinguna jafnt á allt deigið og „brjótið deigið saman einu sinni“.
10. Notið pizzuhníf eða hníf og skerið deigið í lengjur.
11. Takið hverja lengju fyrir sig og snúið nokkrum sinnum og bindið í hnút.
12. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og raðið snúðunum varlega á.
13. Setjið viskustykki á plötuna og leyfið snúðunum að rísa í sirka 30 mín.
14. Stillið ofninn á 200°C
15. Penslið snúðana með hrærðu egginu og bakið snúðana í sirka 10-12 mínútur eða þar til þeir eru gylltir að ofan.