Uppskriftir

Bolludagur

2020.02.24.
by Katla

Fylling

4 d rjómi
2 tsk Kötlu flórsykur
Jarðarber, hindber, bláber eða sulta allt eftir smekk :)

Bolludagur

1 kg hveiti
2 pakkar þurrger
2 tsk Kötlu lyftiduft
120 gr sykur
2,5 dl mjólk
200 gr smjör
2 dl vatn
1 egg
2 tsk Kötlu kardimommudropar

Aðferð

1. Öll þurrefnin sett í skál, vökvinn hitaður þar til volgur og smjörið brætt, hnoðað
2. Látið hefa sig í klst, deiginu er á slegið niður og mótaðar bollur (stærð fer því hve stórar þið viljið hafa bollurnar) og fletjið bollurnar svo aðeins út með lófanum. Þið verðið að gera ráð fyrir að fyllingin muni lyfta bollunni nokkuð mikið svo að það er gott að hafa bolluna sjálfa ekki of háa áður en fyllingin fer í.
3. Látið hefast á plötunum sem þið bakið bollurnar á, með viskastykki yfir í 30-40 mínútur og bakið við 180°C í ca 20-30 mín. Þar til bollurnar eru orðnar ljósbrúnar