Uppskriftir

Chia- og bananagrautur

2019.09.30.
by Katla
bananagrautur

Uppskrift

1/4 bolli grófir eða fínir hafrar, eftir smekk
1/3 bolli undanrenna (má vera önnur mjólk)
1/4 bolli grísk jógúrt (helst lífræn en bæði í lagi)
1-1 og 1/2 tsk Chia fræ
1 msk Kötlu Kakóduft
1 tsk hunang (má sleppa eða jafnvel nota annað sætuefni í staðinn)
1/4 bolli bananasneiðar eða eftir smekk (nóg til þess að fylla krukkuna)

Aðferð

1. Hráefnin öll sett í krukkuna
2. Lokið er svo sett á krukkuna og hún er hrist þar til allt er vel blandað saman.
3. Látið standa í ísskáp yfir nótt og um morguninn er kominn hollur og góður morgunmatur sem hægt er að grípa með sér á hraðferð!

Þess má geta að blandan geymist í um það bil viku inni í ísskáp án banana, en með þeim geymist hún í 1–2 daga.

Athugaðu að hlutföllin hér að ofan eru einungis til viðmiðunar, það má leika sér með þetta alveg eins og maður vill, um að gera að prófa sig áfram.