Uppskriftir

Kötlu súkkulaði trufflur

2019.07.11.
by Katla
Trufflur

Súkkulaðitrufflur eru einföld og gómsæt viðbót í veisluna og mælum við hjá Kötlu hiklaust með þessari uppskrift.

1. Brjótið 300 gr. dökkt súkkulaði (70% eða suðusúkkulaði) í litla bita og setjið í skál.
2. Hitið saman 50g af smjöri og 300 ml af rjóma að suðu og hellið yfir súkkulaðið.
3. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Fyrir sætari trufflur bætið við smá Kötlu púðursykri. Eins má nota Kötlu dropana eftir því hvaða bragði er leitast eftir (vanillu, romm, sítrónu, appelsínu, piparmyntu, möndlu)
4. Setjið í kæli í að minnsta kosti klukkutíma. Gerið litlar kúlur úr deiginu og veltið upp úr Kötlu Eðalkakói. Trufflurnar má síðan skreyta með því sem ykkur þykir gott og fallegt (hnetur, þurrkuð ber ofl.)
5. Geymið í kæli og látið svo standa á borði í 30-60 mínútur áður en borið er fram.