Uppskriftir

Marengskaka

2020.01.21.
by Katla

Krem (á milli og ofan á)

450 ml rjómi - kældur
450 gr rjómostur - við stofuhita
1 tsk Kötlu vanillusykur
¼ bolli síróp
2 teskeiðar lime börkur
Ögn af Kötlu sjávarsalti

Botnar

5 eggjahvítur
1 dl sykur
3 1/2 dl Kötlu púðursykur

Aðferð krem (ofan á og á milli)

1. Takið rjómaostinn og þeytið í hrærivel uns það er létt í sér. takið úr skálinni og setjið í minni skál til hliðar.
2. Setjið í hrærivéla skálina, rjóma og hrærið hann uns til til hann þykknar.
3. Bætið þeytta rjómaostinum við rjómann í litlum skömmtum, límónu berkinum og sjávarsaltinu.
4. Setjið kökuna saman. Fyllið með kreminu og ferskum berjum. Gerið það sama einnig á toppnum. Við mælum með að setja pistasíur á toppinn
5.

Aðferð botnar

1. Hitið ofninn í 150°C
2. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft.
3. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur 22 cm lausbotna formum og smyrjið þá hliðarnar með smjöri.
4. Skiptið marensblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 50-60 mínútur við 150°C. Kælið botnana mjög vel