1.
|
Smjör, sykur og púðursykur þeytt þar til létt og ljós |
2.
|
Eggjum bætt út í einu og einu í senn ásamt vanillusykri. |
3.
|
Þurrefnum bætt út í, hveiti, matarsóda, salti og kanil, og í lokin er haframjöli, rúsínum og súkkulaði bætt við |
4.
|
Búið til kúlur í höndunum, setjið á plötu og fletjið lítillega út. Athugið að klattarnir stækka í ofninum. |
5.
|
Bakað í miðjum ofni við 200° í ca 8-10 mínútur. |
6.
|
Mikilvægt að baka ekki klattana of lengi, þeir eiga rétt að vera ljósbrúnir. Úr þessari uppskrift koma sirka 30 klattar. |