Uppskriftir

Pavlova

2020.03.09.
by Katla

Marensbotnar

200 gr Kötlu púðursykur
4 eggjahvítur

Rjómakrem

200 ml rjómi
3 tsk Kötlu flórsykur
1/2 tsk Kötlu vanilludropar

Rjómakrem

1. Léttþeytið rjómann
2. Bætið Kötlu vanilludropum og Kötlu flórsykri varlega út í
3. Skreytið með berjum til dæmis bláberjum eða hindberjum, einnig er gott að setja smá rifið súkkulaði yfir
4. Verði ykkur að góðu!

Marensbotnar

1. Þeytið eggjahvítur og bætið Kötlu púðursykri smátt og smátt út í
2. Þeyta mjög vel þar til marensinn er orðinn alveg stífur
3. Diskur eða kökuform lagt á bökunarpappír og strikað í kringum hann, þetta er gert tvisvar
4. Marensnum er skipt í tvennt og hellt á sitthvorn hringinn
5. Mikilvægt að slétta úr marensnum með sleif
6. Bakað í 125 heitum ofni í 50-60 mín