Uppskriftir

Hnetusmjörs Brownie

2019.08.22.
by Katla
hnetumjörsbrownie

Botn

Súkkulaðikökumix frá Kötlu
40 ml olía
75 ml vatn
1 egg

Fylling

60 g smjör (mjúkt)
125 g fínt hnetusmjör
250 g flórsykur frá Kötlu
10 ml mjólk

Krem

175 g súkkulaðibitar
30 g smjör

Aðferð

1. Hitaðu ofninn í 180°c
2. Blandaðu saman eggjum, vatni, olíu og kökumixinu frá Kötlu vel saman.
3. Dreifðu blöndunni jafnt í form (mælum með kassalaga formi)
4. Bakið í miðjum ofni í um 20-25 mínútur. Gott ráð til að vera viss um hvort kakan sé vel bökuð er að stinga borðhníf beint í kökuna og ef hann kemur hreinn að þá er kakan klár.
5. Geyma kökuna til kælingar.
6. Hefjist handa við að útbúa fyllinguna. Blandið saman hnetusmjöri, smjöri, flórsykri og mjólk með písk í 2-3 mínútur þangað til fyllingin er orðin mjúk.
7. Dreifið fyllingunni jafnt yfir kökuna.
8. Kremið: bræðið smjörið og súkkulaðibitana í lítilli skál og setjið í örbylgju í 30-60 sekúndur. Hrærið þar til súkkulaðið er orðið mjúkt og kælið í um 10 mínútur. Dreifið þá jafnt yfir fyllinguna.
9. Setjið kökuna í ísskáp í 30 mínútur þar til súkkulaðið hefur harðnað og skerið þá í ferninga.
10. Njótið !