Uppskriftir

Bláberjastykki

2019.08.26.
by Katla

Bláberjablanda

5 dl fersk eða frosin íslensk bláber
2 tsk maíssterkja
1 sítróna - rifinn sítrónubörkur af henni allri og 1 msk safi
0.5 dl Kötlu púðursykur

Botn og efsta lag

3 dl hveiti
1.5 dl ljós Kötlu púðursykur
½ tsk Kötlu lyftiduft
140g ósaltað smjör
1 stór eggjarauða
1 msk Kötlu púðursykur
1 msk ljós Kötlu púðursykur

Aðferð

1. Forhitaðu ofninn í 200°C. Klæddu 20x20cm eldfast mót með álpappír og penslaðu það með smjöri. Leyfðu álpappírnum að ná aðeins yfir brúnirnar hvoru sínu megin á mótinu.
2. Til að gera bláberjablönduna, hrærðu varlega saman öllum innihaldsefnunum með sleif þar til bláberin eru algjörlega hulin.
3. Til að gera botninn og efsta lagið settu þá saman í aðra skál, smjörið, hveitið, 1.5 dl af ljósa púðursykrinum, lyftiduftið og eggjarauðuna. Merðu þetta saman með gaffli og blandaðu þar til blandan er lík blautum sandi.
4. Pressaðu um það bil tvo þriðju til þrjá fjórðu af blöndunni í botninn á eldfasta mótinu, gættu vel að því að pressa botninn vel, best er að gera það með höndunum.
5. Helltu bláberjablöndunni yfir botninn.
6. Bættu restinni af púðursykrinum (þeim dökka og ljósa) við restina af deiginu og myldu það því næst jafnt yfir bláberjablönduna með því að kremja það í höndunum á þér og mylja það svo.
7. Bakaðu í ofninum í um það bil 45 mínútur, eða þar til þú sérð bláberin "búbbla" og efsta lagið er orðið gullið.
8. Skerðu í stykki og berðu fram heitt með uppáhaldsísnum þínum eða leyfðu að kólna við herbergishita og lyftu svo upp úr fatinu með því að halda í álpappírinn sem fer yfir brúnirnar á mótinu.