1.
|
Bræðið helminginn af súkkulaðinu og setjið í hitaþolið glas. |
2.
|
Fyllið helming af silikonforminu með súkkulaði. |
3.
|
Látið kólna i ísskáp á meðan þið gerið fyllinguna. |
4.
|
Hrærið saman eggjahvítu, rjóma og piparmyntudropum. |
5.
|
Blandið síðan flórsykri saman við þar til piparmyntumassinnn er orðinn þéttur. |
6.
|
Bætið við fleiri dropum eftir smekk eða þangað til þið eruð ánægð með útkomuna. |
7.
|
Setjið piparmyntumassann í sprautupoka og sprautið á stífnaða súkkulaðið í sílikonforminu. |
8.
|
Bræðið síðan afganginn af súkkulaðinu og setjið yfir piparmyntumassann. |
9.
|
Setjið loks formið inn í ísskáp i að minnsta kosti klukkutíma eða þar til konfektið hefur stífnað vel. Þrýstið síðan konfektinu út úr sílikonforminu. |
10.
|
Geymið molana í ísskáp. |