Uppskriftir

Jólakonfekt

2019.11.13.
by Katla

Uppskrift

300-400 grömm dökkt súkkulaði(70%)
Eggjahvíta úr einu eggi
500 grömm flórsykur frá Kötlu
1/2 dl rjómi
15-20 dropar af Kötlu piparmyntudropum

Aðferð

1. Bræðið helminginn af súkkulaðinu og setjið í hitaþolið glas.
2. Fyllið helming af silikonforminu með súkkulaði.
3. Látið kólna i ísskáp á meðan þið gerið fyllinguna.
4. Hrærið saman eggjahvítu, rjóma og piparmyntudropum.
5. Blandið síðan flórsykri saman við þar til piparmyntumassinnn er orðinn þéttur.
6. Bætið við fleiri dropum eftir smekk eða þangað til þið eruð ánægð með útkomuna.
7. Setjið piparmyntumassann í sprautupoka og sprautið á stífnaða súkkulaðið í sílikonforminu.
8. Bræðið síðan afganginn af súkkulaðinu og setjið yfir piparmyntumassann.
9. Setjið loks formið inn í ísskáp i að minnsta kosti klukkutíma eða þar til konfektið hefur stífnað vel. Þrýstið síðan konfektinu út úr sílikonforminu.
10. Geymið molana í ísskáp.