Uppskriftir

Morgungrautur með vanilludropum

2019.08.26.
by Katla
chia

Grautur

2.5 dl möndlumjólk
2.5 dl grísk jógúrt
1 1/2 tsk hlynsýróp
1 1/2 tsk Kötlu vanilludropar
1/8 tsk Kötlu gróft borðsalt
0.75 dl chia fræ
Hindber eða önnur ber (mega vera frosin)
saxaðar möndlur

Uppskrift að graut dugar í fjóra skammta

Aðferð

1. Hrærið mjólkinni, jógúrtinni, hlynsýrópinu, vanilludropunum og saltinu saman í skál.
2. Bætið svo chia fræjunum út í blönduna og látið standa í 30 mín.
3. Látið jógúrtina standa í kæli yfir nótt í lokuðu íláti, sniðugt er að skipta henni í 4 krukkur eða box til að gera einfaldara að taka hana með í nesti.
4. Borðið með hindberjum eða þínum uppáhalds berjum og söxuðum möndlum