Uppskriftir

Muffins með kremi og berjum

2019.12.10.
by Katla

Uppskrift - muffins

125 g smjör
1 dl syk­ur
2 tsk. lyfti­duft frá Kötlu
1 dl hun­ang
3 egg
4,5 dl hveiti
2 tsk vanillu­syk­ur frá Kötlu
1 tsk. kar­dimomm­udropar frá Kötlu
1,5 dl grísk jóg­úrt
Blönduð ber, t.d. hind­ber, jarðarber og blá­ber

Uppskrift - krem

1 sítr­óna
200 g rjóma­ost­ur
2 dl flór­syk­ur
1 dl rjómi
Blá­berja­duft á hnífsoddi

Aðferð

1. Hitið ofn­inn á 200°C. Hrærið smjör og syk­ur sam­an. Bætið hun­angi út í og hrærið 1 egg sam­an við í einu.
2. Blandið þur­refn­um sam­an við ásamt grísku jóg­úrt­inni.
3. Setjið muff­ins­form í muff­ins­mót (fyr­ir 12) og hellið deig­inu í formin. Bakið í miðjum ofni í 15 mín­út­ur og látið kólna. Takið þá úr papp­írn­um.
4. Byrjið þá á kreminu. Pressið saf­ann út sítr­ón­unni. Hrærið aðeins í rjóma­ost­in­um svo hann sé ekki kekkj­ótt­ur. Bætið flór­sykri og sítr­ónusafa út í og því næst rjóm­an­um smátt og smátt (meira eða minna af hon­um eft­ir þörf­um).
5. Setjið frost­ing­inn í sprautu­poka og sprautið á kök­urn­ar. Skreytið með blá­berja­dufti og fersk­um berj­um.